5.12.2007 | 23:00
Það var hryllingur að hlusta á manninn.
Hvað er verið að gera með Hörð Magnússon sem lýsanda af leikjum í enska boltanum? Spilaði ekki þessi maður fótbolta? Var að enda við að horfa á leik Newcastle og Arsenal þar sem hann var þulur, og það var hryllingur að hlusta á manninn lýsa leiknum, hann getur ekki leynt hlutdrægni sinni, og svoleiðis er þetta bara alltaf þegar hann er að lýsa. Ég og sonur minn vorum að horfa saman á leikinn og áttum ekki til eitt einasta orð að hlusta á þvæluna í manninum. þegar Newcstle skoraði var hann svo ánægður að hann gat engan veginn hamið tilfinningar sínar af gleði. Ef þessi maður væri að lýsa leik fyrir Sky eða BBC væri fyrir löngu búið að reka hann fyrir allt bullið sem veltur upp úr honum og hlutdrægnina.
Allir sem fylgjast með enska boltanum telja sig vita að Hörður Magnússon er Liverpool aðdáandi, og auðvitað er það bara allt í lagi ef hann gæti bar haft það út af fyrir sig, nei það getur hann ekki heldur þarf hann alltaf að vera með furðulegar athugasemdir þegar hin stórliðin eru að leika og ég veit um marga sem eru á sama máli og ég. Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson ættu að láta sér duga að lýsa sundi eða frjálsum íþróttum, ekki fótbolta. En svona til að vera aðeins jákvæður, þá langar mig til að hrósa Guðmundi Ben, hann er orðinn langbesti þulurinn og svo náttúrlega Arnar Björnsson.
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Hef aldrei upplifað annað eins
- Diljá skoraði þegar Leuven komst á toppinn
- Meistararnir niðurlægðir á heimavelli (myndskeið)
- Stórleikur Ómars dugði ekki til
- Sveindís kom af bekknum og skoraði tvö
- Fjögurra marka veisla í Birmingham (myndskeið)
- Brasilískt þema í frábærum útisigri (Myndskeið)
- Rautt spjald í markalausu jafntefli (myndskeið)
- Sterkur sigur Brighton (myndskeið)
- Fyrsta mark táningsins í sannfærandi sigri (myndskeið)
Athugasemdir
Sæll Grétar tek undir þetta með þér hér á mínu heimili er lækkað niður í Herði Magnússyni óþolandi að hlusta á hann.
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:21
Sæl Inga. Ertu sú Inga sem ég held að þú sért, ættuð héðan frá Eski.
Grétar Rögnvarsson, 6.12.2007 kl. 11:07
Grétar, Tek undir með þér með hlutddrægnina en ég bíð nú bara eftir því að þeir gefi upp öndina í beinni, þvílik læti. Halda þeir að allir sem eru að horfa séu heyrnarskertir.
Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:44
Heill og sæll, gamli, góði granni. Já. Hvort ég man eftir þér, þessum fallega dreng sem bjó þarna rétt fyrir ofan. Reglulega gaman að ,,hitta" þig hér inni, skoða myndir og sjá hve ,,lítið" við höfum breyst (hm). Þakka þér fyrir orðin þín á blogginu mínu og vonandi bætir hugmyndin eitthvað ,,hagi" ykkar um jólin.
Bestu kveðjur
Unnur Sólrún - gamall granni og Eskfirðingur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:42
Sæll Grétar ég er nokkuð sammála þér um Hörð Magnússon. En ég verð að lýsa yfir vonbrigðum með Gumma Ben, hann á það til að eyðileggja annars ágæta leiki með ótrúlega leiðinlegum lýsingum. Stundum dettur manni hreinlega í hug að hann sé píndur í þetta.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 23:54
Sæl aftur Unnur mín, ekki veit ég nú hvort ég var mjög fallegur, en ég man að mér fannst þú alltaf falleg stúlka með þitt síða hvíta hár, þetta voru nú skemmtilegir tímar þarna á svæðinu okkar, Kjartan Geira, Helgi Geir, Helga Steina, Idda, Villi Guðmunds, og svo aðeins utar Hjöbbi bankastjóri úr Laufási, Sigurðarhússtrákarnir og Jónas og Anna Jenny. Já það er alltaf gaman að rekast á gamla Eskfirðinga hvar sem er. Við höfum nú ekki breyst neitt rosalega allavega ekki þú Ætla nú bara að láta jólin líða í rólegheitum, og slappa vel að á erlendri grund, með minni spúsu og yngstu börnunum okkar. Og í kvöld er ég að fara á jólahlaðborð með kennurum skólans, þar sem ég telst víst maki, upp í Svartaskóg á Héraði, og kannski veist þú að Þórhallur er skólastjóri þetta árið í afleysingu.
Hallgrímur fannst Gummi Ben ómögulegur fyrst en hefur unnið mikið á, við verðum seint sammál þegar kemur að fótbolta þó við séum sammála um margt annað.
Grétar Rögnvarsson, 7.12.2007 kl. 14:25
Sæl aftur Unnur mín, ekki veit ég nú hvort ég var mjög fallegur, en ég man að mér fannst þú alltaf falleg stúlka með þitt síða hvíta hár, þetta voru nú skemmtilegir tímar þarna á svæðinu okkar, Kjartan Geira, Helgi Geir, Helga Steina, Idda, Villi Guðmunds, og svo aðeins utar Hjöbbi bankastjóri úr Laufási, Sigurðarhússtrákarnir og Jónas og Anna Jenny. Já það er alltaf gaman að rekast á gamla Eskfirðinga hvar sem er. Við höfum nú ekki breyst neitt rosalega allavega ekki þú Ætla nú bara að láta jólin líða í rólegheitum, og slappa vel að á erlendri grund, með minni spúsu og yngstu börnunum okkar. Og í kvöld er ég að fara á jólahlaðborð með kennurum skólans, þar sem ég telst víst maki, upp í Svartaskóg á Héraði, og kannski veist þú að Þórhallur er skólastjóri þetta árið í afleysingu.
Hallgrímur fannst Gummi Ben ómögulegur fyrst en hefur unnið mikið á, við verðum seint sammál þegar kemur að fótbolta þó við séum sammála um margt annað.
Grétar Rögnvarsson, 7.12.2007 kl. 14:49
Um eitt og annað erum við alveg örugglega sammála þegar að fótbolta kemur. Til dæmis, Arsenal er að spila fanta góðan og skemmtilegan bolta, Liverpool er sterkara og meira samfærandi nú en mörg undanfarin ár. Sko þetta var ekkert erfitt...
Hallgrímur Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 01:15
Já. Þakka þér fyrir þetta. Víst voru þetta skemmtilegir tímar og skemmtilegt fólk. Einhverra hluta vegna hef ég flosnað svo frá Eskifirði eins og mér þykir samt vænt um staðinn og svo margt fólk því þangað liggja svo langar línur af skemmtilegum minningum. Ég hitti einmitt Helga Geir hér fyrir sunnan fyrir nokkrum árum og það voru skemmtilegir endurfundir. Ég passaði hann talsvert mikið þegar hann var lítill gutti og þótti svo vænt um hann. Sérstaklega minnist ég fimmtudagskvöldanna þegar framhaldsleikritið var og ég skjálfandi af hræðslu þarna ein hjá honum en ekki kom annað til greina en að hlusta. Ég hef alltaf fylgst með henni Tinnu systurdóttur þinni. Ég ættleiddi á sínum tíma litla stúlku frá Sri Lanka og Tinna á jú rætur þangað. Svona er þetta líf skemmtilegt.
Ég vona að ykkur líði vel í útlandinu um jólin og jólahlaðborðið verður náttúrlega bara það besta reikna ég með.
Kær kveðja
Unnur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.