28.11.2007 | 23:43
Vond veður og lítið sést af loðnu og kolmuna...
kemur svo sem ekki á óvart að lítið sjáist af loðnu á þessum tíma en í kvöld koma Aðalsteinn Jónsson SU heim eftir að hafa leitað að loðnu norðan við land, lítið sást, ís og vond veður gera þetta allt mjög erfitt. Undanfarin haust hefur nánast ekkert sést af loðnu á haustin og hefur hún svo allt í einu birst í janúar öllum á óvart nema okkur sem veiðarnar hafa stundað undanfarin ár, sama verður upp á teningnum nú og skal ég éta ógeðslegu flíspeysuna mína ef það klikkar. Nokkrir Rússar eru að kolmunaveiðum við Færeyjar en aflinn er lítill of lítill til að hægt sé að fara til veiða í bræðslu enn sem komið er. Smá skot hafa þó oft komið veiðina í desember þar, og á ég alveg eins von á það geti gerst fljótlega.
Tíðarfar til sjós og lands er búið að vera mjög slæmt upp á síðkastið og nú fer hver að verða síðastur til að ná sér í rjúpur fyrir jól, aðeins tveir daga eftir, og er meiningin að arka út um þvotthúsdyrnar á morgun ef veður leifir og kíkja upp undir Harðskafan til að freista gæfunnar.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel á rjúpnaveiðum og farðu varlega.
Sóley Valdimarsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:40
Sóley hvernig er veðrið hjá þér, fór ekki, rigning rigning, og alltof blautt veður til að arka um fjöll með byssu.
Grétar Rögnvarsson, 29.11.2007 kl. 13:48
Gott veður hjá mér. Er sko veik heima Kannski kemur góða veðrið á morgun
Sóley Valdimarsdóttir, 29.11.2007 kl. 17:22
Láttu þér batna var að lesa bloggið hennar Kristjönu um Knelluna ég gat nú ekki talið upp að 10 maður er bara hneykslaður á þessu fólki sem þykist vera að vinna fyrir okkur
Grétar Rögnvarsson, 29.11.2007 kl. 21:27
Sæll Faðir. fín síða hjá þér og merkilegt að þú skulir byrja að blogga á sextugsaldri....en við gleymum bara aldrinum..altaf ungur í anda. en ég get alveg sagt þér það að það hefur ekki verið eðlileg ganga á loðnu síðan ég hætti á Jóni!!!...en fyrir alla muni ekki éta flíspeysuna..gefðu hana frekar í rauða krossinn, hún gæti nefnilega staðið í þér:)
kv Eddi
Eddi Grétars (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:22
Anna ég ætla að borða þjóðlegan mat á jólum hangiket og tilheyrandi og þá á heitari stað en á Íslandi ætla að vera úti um þessi jól. Á nóg af rjúpu sem ég ætla að geyma til næstu jóla, kæmi mér nefnilega ekki á óvart að þetta yrði bannað næsta ár. Var að skoða myndirnar þínar í gær flott myndasíðan hjá þér. Eddi ég veit að ég þarf ekki að éta peysuna það verður nóg af loðnu í jan, finnst þér ekki fínar myndir af stelpunum
Grétar Rögnvarsson, 1.12.2007 kl. 00:30
Þetta Knellumál er orðið bænum til skammar, segi það og skrifa...er að verða frekar pirruð á þessum svörum frá fólkinu sem vinnur fyrir okkur, hef tekið eftir þvi að í þessum svarbréfum er nú ekki alveg farið með rétt mál... og það er hreint til skammar að fólk geti ekki bara sagt sannleikann, að vera að koma hlutunum þægilega fyrir hjá öðrum... ER MJÖG HNEYKSLUÐ Á ÞESSU HEL...I
Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.12.2007 kl. 02:27
Og get svona í leiðinn bent á það að íþrótta og tómstundanefndin hefur reynt allt til að koma Knellunni fyrir annars staðar, það er lofað og lofað, málin skoðuð og bla bla, heilt ár er síðan við gerðum fyrst formlega athugasemd, það sem er í fundargerð, en ekkert gerist. Málin bara þvælast um innan sviða á skrifstofunni á Reyðó...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.12.2007 kl. 02:29
jú þetta eru flottar myndir af stelpunum. ég þarf sjálfur að fara að setja upp smá myndasíð á síðunni minni.
kv Eddi
Eddi grétars (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.