Hvar skyldi rjúpan vera?

Er bara nokkuð til af rjúpu, ég hef nú alltaf farið eitthvað á rjúpu í mörg ár en aldrei séð eins lítið og nú og öllum sem veiðaranar stunda ber saman um að ef  hefði átt að friða þá væri það nú. Ég er ansi hræddur um að þegar veiðiskírslur berast eftir úthaldið þá bregði mönnum í brún. Ég var alla helgina að reyna að veiða ásamt fleirum en afrakstur var lítill sem  enginn hjá flestum, reyndar var veðrið slæmt og hjálpaði ekki til.  Refur og minkur taka sitt og þar sem maður hefur gengið upp á heiðum sér maður mikið af sporum eftir ref, held að það þurfi að gera það meira hvetjandi að farga ref og mink ef við ætlum að geta leift okkur að borða rjúpu á jólum í framtíðinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ég held að í framtíðinni borðum við ekki rjúpu á jólum, held að hún verði friðuð næstu ár, allavega kæmi það mér ekki á óvart, en Kristjana, þá bara borðum við eitthvað annað.

Grétar Rögnvarsson, 19.11.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Alveg er mér nú sama um blessaða rjúpuna finnst hún vond, mætti ég þá frekar biðja um svartfugl

Það er svo spurning hvort ekki verður farið á refa-og tófu jagt í framtíðinni, þegar menn geta ekki skotið rjúpuna...

spurning...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.11.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 177421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband