7.11.2007 | 11:41
Um fótboltabullu og fótbolta
Það þykir ekki stórfrétt að menn bregða sér á fótboltaleiki í enska boltanum frá íslandi. Fyrir nokkru síðan fórum við feðagrnir, ég faðir minn og yngri sonur (15 ára) á leik Arsenal - Sunderland, ekki í frásögu færandi nema að á leiknum skeði það á meðal okkar islensku áhorfandann var íslenskur áhorfndi sem greinlega hataði Arsenal liðið og hélt með Sunderland, og auðvitað var það í lagi ef hann hefði getað haft það út að fyrir sig. Maður þessi sem ég veit ekkert hver er og hef ekki áhuga á að vita, sat beit fyrir aftan son minn. Um leið og leikurinn byrjaði fór hann að niðurnýða Arsenal liðið og það átti greinlega ekki að fara fram hjá neinum hvað hann hefð mikið vit á fótolta, sem hann hafði greinlega alls ekki. Var ég og fólkið sem sat í námunda við manninn hissa og þreytt á að hlusta á nýð mannsins, þannig að ég bað hann að lækka róminn og hafa skoðanir sínar út af fyrir sig um Arsenal liðið, sagði hann mér þá að halda kjafti og hækkaði bara róminn og æstist allur upp, faðir minn bað hann að slaka aðeins á, og ætla ég ekki að hafa eftir hverju hann svaraði.
Íslensk kona sem var með okkur þarna var hálf miður sín, og skyldi ekkert í þessu frekar en við hvað maðurinn var að gera þarna. eftir að leik lauk skvetti hann vatni í áttina að okkur og karlaði okkur öllum illum nöfnum. Auðvitað unnum við leikinn 3-2, og þegar Arsenal skoraði þriðja markið fagnaði ég mikið í átt að bulluni, og þá byrjuð enskir áhorfendur að hrópa í átt að manninum, og held ég að hann hafi verið heppinn að langt var liðið á leikinn þegar þetta skeði, annars hefði hann ekki haft frið, og örugglega verið fjarlægður af vellinum.
Annars var stemmingin á leiknum góð fyrir utan þetta, og ekki skemmdi að fyrir tilviljun hittum við gömlu kempuna Charlie George, uppáhald leikamann minn á áronum 71-72, og Niall Quinn stjórnaformann Sunderland, sem spilaði lengi með Arsenal og fá myndir með þeim og áritun.
Og að lokum til hamingju með sigurinní gær Púllarar, fínn leikur hjá ykkur en hvað var stjórinn að hugsa, fagnaði aldrei þegar skorað var, oft hefur nú verið sagt að Venger sé ekki brosmildur, held að hann hafi misst broslausa metið í gær.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér, tek þessum árnaðaróskum og get einnig verið sammála, held að Venger hafi orðið að láta af meti sínu...
kv. Badda
Grétar, þú þarft eitthvað að laga linkana þína, ef ég ætla t.d. að kíkja inn á austra.is eða skip.is þá kemst maður ekki inn á þá, eitthvað smá klikk í uppsetningu
Bjarney Hallgrímsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:07
Reyni að laga þetta Badda, ef ég er ekki of heymskur til þess
Grétar Rögnvarsson, 8.11.2007 kl. 21:10
Ég krefst þess að þú setjir linka á mína síðu og síðuna hanns nafna eins og þú kallar hann.... þá skal ég kannski hugsa málið með að setja link á þína síðu á okkar síður....svona næst þegar ég nenni að signa mig þar inn
Erna,þitt yndislega barn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:32
Sæll Grétar og takk fyrir mig, ótrúlegt hvað kallinn er alltaf alvarlegur. Það er mikið rétt hjá þér sumir eru algjörlega óalandi í þessum aðdáendabolta fræðum og eiga helst að vera heima hjá sér, ekki get ég með nokkru móti skilið það þegar þetta fer að flokkast undir trúarbrögð með öllum sínum furðulegustu myndum. Fyrir mér er þetta áhugamál og fyrst og fremst skemmtun. Andskoti væri maður takmarkaður ef maður gæti ekki séð það sem gott er hjá öðrum liðum, til að mynda Arsenal eins og þeir spila núna og Man. Utd. Að öðru við þekkjum ágætlega, ég var með Bergvíkina á sínum tíma fyrir Goðaborgarmenn á Fáskrúðsfirði og lönduðum rækjunni á Eskifirði síðan var ég með Brimir fyrir Sigga Ingibergs á Djúpavogi.
Kv, Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 12:25
Kannaðist eitthvað við þig en gat ekki munað hver þú varst en nú rifjast það eitthvað upp, já þetta getur allt farið út í öfga en ég hef mjög gaman af þessu og við í minni fjölskyldu erum allt Nallar miklir síðan 1970 þegar veð völdum okkur lið strákarnir á Eskif, já við vorum saman í Stýrimannaskólanum ég og Siggi Ingibergs.
Grétar Rögnvarsson, 13.11.2007 kl. 21:02
Svona er þetta það fer svo lítið fyrir manni að maður gleymist í fjöldanum Ok svo þið vorið þið saman í skólanum, Siggi er skratti góður kall, það var fínt að vinna fyrir hann. Það er ekkert svo langt síðan ég hitti meistarann. Hvað er Orri sá mikli meistari að gera núna? Ég er búinn að koma stelpunum okkar í Púllarabúninga þannig að það ríkir algjör sátt á heimilinu um þessi mál Síðan þar bara að fara með skvísurnar á Anfield
Kv, Halli.
Hallgrímur Guðmundsson, 14.11.2007 kl. 00:46
Auðvita ég veit ekki hvað ég er búinn að kaupa marga á mín börn og barnabörn, þeir eru ansi margir. Orri er að ég held á Gullver. Þú drífur þig með þær á leik það er frábær skemmtun
Grétar Rögnvarsson, 14.11.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.