Sundlaugin á Eskifirði

Hér á Eskifirði eru allir undrandi á opnunartíma sundlaugarinnar sem var breytt í gær, um kl 1800 þegar ég fór upp úr sunlauginni var mér afhent blað með upplysingum um breyttan opnunartíma. Reyndar var ég búinn að heyra af þessu áður, og var hissa eins og allir. Það sem mér fannst einkennilegast við lestur þessa blaðs var afsökunarbeiðni til fólksins og að blaðið var undirritað af starfsfólki laugarinnar, reyndar sagði starfsmaðurinn sem rétti mér blaðið að þetta væri ekki þeirra ákvörðun eins og ég þóttist vita. Nú er  látið í það skína að  byggingu álvers sé nánast lokið og opnunartíminn hafi verið ákveðin á sínum tíma við þeirra þarfir, og þess vegna nýst bæjarbúum vel, og síðan er fólki þökkuð góð aðsókn. Ég hef notað laugina mikið og oft farið fyrir og eftir kvöldmat, þá hefur aðsóknin alltaf verið góð, og oft hef ég hitti starfsfólk álversins sem kemur á milli 2000-2030 sem er að kom beint af vakt úr álverinu, nú á greynilega á loka á þann möguleika.

Það virðist ekki vera hægt að fá að vita hver tók ákvörðunina og hvers vegna,  heldur heldur er fólki afhent bréf með lélegri skíringu. Svona til útskyringar fyrir alla þá verður laugin opin milli 0630-1300 og 1600-2000, en var opin frá 0630- 2100. Það er sjálfast ekki fólki hér boðlegt að hafa sama þjónustustig og fólkið hefur á t.d. höfuðborgarsvæðinu þar sem laugarnar eru jafnvel opnar til kl 2300.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta er hrein hörmung og íbúar verða að láta í sér heyra og mótmæla þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála báðum hér að ofan... Hver ætlar að skrifa næsta mótmæla skjal, ég er búin að útbúa eitt og er það að fara af stað í þessum töluðu(skrifuðu),,, og varðar það íþrótta-og æfingasvæði fyrir krakkana okkar hér í Fjarðabyggð...,svo hver ætlar að setja saman næst lista og reyndar þarnæsta líka, út af félagsmiðstöðinni okkar gömlu...

kv. Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ég sendi líka fyrirspurn inn á Fjarðabyggðarvefinn, það verður gaman að sjá hvort við fáum einhver gáfuleg svör.

Sóley Valdimarsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:53

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þeir sem skipa Íþrótta- og tómstundaráð, og fara með málefni sundlauga og æskulýðsmiðstöðva eru:

B-listi

formaður

Stefán Ingvarsson

 

L-listi

varaformaður

Íris Valsdóttir

 

L-listi

 

Margrét Þorvaldsdóttir

 

B-listi

 

Bjarney Hallgrímsdóttir

 

D-Listi

 

Benedikt Jóhannsson

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.11.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband