15.1.2010 | 16:08
Íbúasamtök stofnuð á Eskifirði.
Í gærkvöldi voru stofnuð íbúasamtök á Eskifirð (Í.S.E.) stofnfélagar eru rúmlega 60 og á örugglega eftir að fjölga mikið. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Stofnfundurinn var góður og tóku nokkrir til máls og það er ýmislegt sem greinilega brennur á fólki. Þurfum að standa saman og vinna einnig með íbúasamtökum í öðrum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar í vissum málum eins og læknamálinu. Það var ánægjuleg að sjá einn að bæjarfulltrúum sem við Eskfirðingar eigum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar mæta á fundinn hefði verið skemmtilegar ef hinir tveir hefðu látið sjá sig líka.
Skora á íbúa á Eskifirði að skrá sig í samtökin þegar boð um það verður sent í hús eða búið að gera síðu um samtökin.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Grétar.
Sammála þér um að löngu tímabært var að stofna svona samtök. Sannfærð um að þetta verði okkur til framdrátta.
En aðal ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera athugasemd er það sem þú segir um þá bæjarfulltrúa sem ekki mættu.. Við skulum ekki endilega álíta sem svo að þau hafi ekki áhuga á þessu. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau mæta ekki. Þetta segi ég af minni eigin reynslu. Fékk einu mjög bágt fyrir að hafa ekki mætt að fund sem ég nótabeinið ætlaði á. En í staðinn var ég með Frey á sjúkrahúsinu á Norðifirði eftir að hann hafði dottið mjög illa á hjóli rúmum tveimum klukkutímum fyrir fund. Sú vera endtist í einn og hálfan sólarhring. Tek það fram að ég er ekki að afsaka neinn.
Rúna (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 13:08
Rétt hjá þér Rúna, veit ekki um ástæður fyrir því að þau mættu ekki geta örugglega verið haldbærar ástæður, en nauðsynlegt fyrir samtökin að hafa aðgang að bæjarfulltrúum úr okkar bæjarkjarna ef við ætlum að koma okkar málum á frmafæri. Það kemur fljótlega í ljós þegar farið verður að gera eitthvað hvernig verður að ná til þeirra.
Grétar Rögnvarsson, 18.1.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.