Grétar Rögnvarsson

Kristinn Grétar Rögnvarsson, heitir maðurinn og er borinn og barnfæddur Eskfirðingur. Fæddist í húsinu Gerði sem stendur utarlega við Strandgötuna. Eftir skyldunám hér var farið að kanna lífið, og farið á sjó 17 ára gamall í Norðursjóinn á síld, og landað í Danmörku. Eftir sumarið þar var tekinn einn vetur í menntaskóla en alltaf togaði sjórinn í, og farið aftur á sjó eftir þann vetur. 20 ára gamall farið í Stýrimannaskóilann í Rvk og verið þar i tvo vetur, og þá komið heim, og byrjað sem stýrimaður á Seley SU-10, var þar í eitt ár og svo eitt ár á togarnum Hólmatindi SU-220, en þá var ég ráðin skipstjóri á Sæljóni SU-104 og var þar tæp 6 ár. Í byrjun árs 1988 var ég ráðinn sem skipstjóri á Jón Kjartansson SU-111, og hef verið þar síðan, þannig að þar á ég tuttugu ár að baki um áramót.

Karlinn á 3 börn, Ernu 29 ára Eðvarð 26 ára og Sigþór Rögnvar 15 ára og síðan á karlinn 3 baranabörn (djöfull er maður orðinn gamall). Sambýliskona mín er Anna Björg Sigurðardóttir, kennar hér á Eskifirði, hún á 2 drengi, Betúel 19 og Daníel 7 ára. 

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Kristinn Grétar Rögnvarsson

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband