Loðna, hvalur, gulldepla.

Nú skal loðnað látin synda hjá og hvalur jafnvel ekki veiddur, maður spyr hvað er að? Fiskifræðingar hafa látið út úr sér að hvalur éti jafnvel 1-2 milj tonna af loðnu, og svo þora menn ekki einu sinni að gefa út 100,000 tonna kvóta. Það væri ekki stór áhætta að gefa út þó ekki væri nema 100,000 tonn það verður meira en nóg sem kemur til hrygningar. Enda öllum ljóst að ekki hefur nú allt mælst og eitthvað hlýtur að vera til umfram þau 400,000 sem búið er að mæla. Þá á að hefja hvalveiðar í stórum stíl og byrja að veiða hnúfubak sem hefur fjölgað sér mikið við landið.

Það var athyglisvert þegar trillukarlar á Hornafirð ályktuðu um gulldepluveiðar og að menn skyldu fara varlega, ekki veit ég hvaða rök þeir höfðu, sjálfsagt engin, en þeir hafa verið duglegir að álykta um uppsjávarveiðar og mótmæla þeim í gegnum tíðina, ættu að líta sér nær með allan gjafakvótann sem þeir braska með. Gulldepluveiðar eru í þróun og undir miklu eftirliti Fiskistofu, nánast engin meðafli er og allur meðafli sem kemur er tekinn frá og vigtaður og seldur sem Hafrófiskur.

dsc03682Óðinn Sjonni Stebbi og Atli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Gestsson

Sæll Grétar!  já það lagast ekki mikið ruglið í þessu hafróliði, en nú ætla þeir að kóróna allt sem á undan er gengið ! þið verðið að öskra hærra á þetta lið, hvenær kemur að því að ráðin vera tekin af þessum mönnum, þið áttuð að byrja að veiða um leið og loðnan var orðin hæf á japan. p.s. ég reyni að fylgjast með ykkur en nenni ekkert að skrifa nema í ath.hjá öðrum.

Snorri Gestsson, 16.2.2009 kl. 23:38

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sælir félagar. Það er nú svo sem búið að hafa nokkuð hátt en lítið hlustað, í dag er loðnufundur í Vestmannaeyjum og þá hljóta línur að skýrast. Skilst að þeir hjá Hafró séu að bíða eftir afturgöngunni, hún kom nefnilega í fyrra, en ég helda að hvorki afturgöngur eða loðnan hafi dagatal.

Auðvitað er það ekki vilji neins að ganga illa um auðlindina og útrýma loðnustofninum.

Grétar Rögnvarsson, 17.2.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Grétar. Veiðar á hrefnu og langreyði eru smámunir. Við þurfum að skjóta hnúfubak líka. Hann er að éta okkur út á gaddinnn.

Haraldur Bjarnason, 18.2.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband